Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma í kvöld annan leik sinn á Evrópumótinu í handknattleik. Þeir halda uppi röð og reglu í viðureign Þjóðverja og Letta í lokaumferð C-riðils sem fram fer í Þrándheimi.

Anton og Jónas dæmdu viðureign Austurríkis og Tékklands í Vínarborg í fyrstu umferð B-riðils á föstudaginn. Á laugardagsmorgun fóru þeir með flugi til Þrándheims þar sem þeir hafa dvalið síðan.

Ekki er ljóst enn hvort þeir fá leik í lokaumferð D-r
iðils á morgun en leikir þess riðils fara einnig fram í Þrándheimi.