Þriðjudaginn 30. ágúst milli kl.17.30 og 19.00 verður haldið endurmenntunarnámskeið fyrir þá tímaverði og ritara sem áður hafa sótt námskeið hjá HSÍ. Námskeiðið verður haldið í fundarsal Hauka í Schenkerhöllinni. Á námskeiðinu verður farið yfir breytingar á leikreglum og almenn atriði rifjuð upp.

Skráning fer fram á robert@hsi.is fyrir föstudaginn 26.ágúst nk.