Í ljósi ákvörðunnar heilbrigðisráðherra um framlengingu á sóttvarnarreglum er ljóst að áfram verður æfinga- og keppnisbann á 16 ára og eldri hér á landi til 9. desember hið minnsta.

Það er því að ljóst að keppni í handknattleik getur ekki hafist fyrr en á nýju ári. Stefnt er að því að hefja keppni í byrjun janúar í öllum aldursflokkum og deildum að óbreyttu að Olís deild karla undanskilinni, en hún ætti að að geta hafið uppúr 20. janúar.

Skrifstofa HSÍ vinnur nú að nýrri uppröðun leikja í deildunum og verður nýtt leikjaplan kynnt félögunum í desember.

Tilkynningu ÍSÍ má lesa hér