Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag var tilkynnt um hertar aðgerðir vegna Covid-19 faraldursins.

Í nýrri reglugerð kemur m.a. fram að íþróttir þ.m.t. æfingar og keppni, barna og fullorðinna, hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar.

Reglugerðin tekur gildi á miðnætti í kvöld og gildir til og með 17. nóvember nk. Reglugerðin gildir um allt land.

Skrifstofa HSÍ vill biðja handknattleikshreyfinguna að fylgja tilmælum stjórnvalda í einu og öllu, það mikilvægasta sem við gerum í dag er að ná faraldrinum niður.

Sjá tilkynningu ÍSÍ hér