8 liða úrslit CocaCola bikarsins hefjast í kvöld með tveim leikjum í Hleðsluhöllinni á Selfossi.

Kl. 18.00 mætast kvennalið Selfoss og Fram, þó að liðin séu á sitthvorum enda Olísdeildarinnar má reikna með hörkuslag þar sem Selfoss lagði Framkonur síðast þegar liðin mættust.

Í síðari leik kvöldsins kl. 20.15 mætast Selfoss og Valur í CocaCola bikar karla. Valsmenn eru sem stendur í toppsæti Olísdeildarinnar en Selfoss er skammt undan í 3. sæti. Liðin mættust seinast í október og þá voru það Selfyssingar sem höfðu sigur í miklum spennuleik.

Við hvetjum áhorfendur til að mæta á staðinn og styðja sín lið til dáða, báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV2.