Víkingsstúlkur urðu nú í dag bikarmeistarar 4.flokks kvenna yngri en úrslitaleikir yngri flokka í Coca Cola bikarnum fara nú fram í Laugardalshöll.

Víkingur sigraði Fram í úrslitaleik 20-16 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 9-7.

Víkingsstúlkur höfðu yfirhöndina allan leikinn en Framstúlkur voru þó ekki langt undan.

Maður leiksins var valin Karólína Jack leikmaður Víkings en hún átti stórgóðan leik og skoraði 8 mörk.