Valsstúlkur eru komnar í bikarúrslit eftir 5 marka sigur á Val.

Leikurinn fór heldur rólega af stað og lítið var um mörk. Það voru þó Valskonur sem náðu fljótlega yfirhöndinni og höfðu 4 marka forystu í hálfleik, 9-5.

ÍBV hóf síðari hálfleikinn af miklum krafti og eftir 45 mínútna leik hafði ÍBV liðið jafnað metin. En þá gáfu Valsmenn í á nýjan leik og tryggðu sér að lokum 5 marka sigur, 17-12.

Valur spilar til úrslita á laugardag kl. 13.30 gegn annaðhvort Fram eða Stjörnunni en sá leikur er einnig spilaður í kvöld.

Markaskorarar Vals:

Lovísa Thompson 6, Sandra Erlingsdóttir 5, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Morgan Marie Þorkelsdóttir 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1, Íris Ásta Pétursdóttir 1.

Markaskorarar ÍBV:

Arna Sif Pálsdóttir 3, Kristrún Hlynsdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1, Greta Kavaliauskaite 1.