Valskonur unnu Fram í úrslitaleik Coca-Cola bikarsins með þriggja marka mun fyrr í dag og eru bikarmeistarar 2019.

Valur komst snemma 4 mörkum yfir en Framstúlkur svöruðu með góðum kafla og var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleik. Í hálfleik stóðu leikar 13-11 fyrir Val.

Í síðari hálfleik var fljótt ljóst í hvað stefndi, Valskonur spiluðu frábæran handbolta og náðu mest 8 marka forystu. Þó að Fram hafi náð að klóra í bakkann á lokamínútunum þá sigur Vals alltaf öruggur, lokatölur 24-21.

Markaskorarar Vals:

Lovísa Thompson 9, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3, Íris Ásta Pétursdóttir 3, Sandra Erlingsdóttir 3, Alina Molkova 1, Ragnildur Edda Þórðardóttir 1.

Markaskorarar Fram:

Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Steinunn Björnsdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 1.

Við óskum Val til hamingju með titilinn.