Grótta og Valur mættust í úrslitaleik 4. karla eldri í Coca-Cola bikarnum.

Valsmenn sýndu sínar allra bestu hliðar í leiknum og fljótt varð ljóst í hvað stefndi. Grótta barðist hetjulega en allt kom fyrir ekki og Valur bikarmeistarar eftir sannfærandi sigur, 14-21.

Stefán Pétursson var valinn maður leiksins en hann varði 16 skot fyrir Hlíðarendapilta. 

Markahæstur Valsmanna var Andri Finnsson með 6 mörk.

Markahæstur hjá Gróttu var Gunnar Pálsson með 8 mörk.

Við óskum Val hjartanlega til hamingju með bikartitilinn.