Valur og Fjölnir/Fylkir áttust við í frábærum úrslitaleik í 3. flokki karla. Leikurinn var jafn framan af og allt í járnum. Valsmenn tóku þó frumkvæðið í lok fyrri hálfleiks og leiddu með þremur mörkum 12-15. Í seinni hálfleik bættu Hlíðarendapiltar í og komust í 5 marka forystu og hleyptu Fjölni/Fylki aldrei of nálægt sér eftir það.

Valur bikarmeistari eftir 25-31 sigur.

Arnór Snær Óskarsson var valinn maður leiksins en hann var markahæstur Hlíðarendapilta með 13 mörk.

Markahæstur hjá Fjölni/Fylki var Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha með 8 mörk.

Við óskum Valsmönnum hjartanlega til hamingju með bikartitilinn.