Valur vann eins marks sigur á FH í miklum spennuleik í dag.

Það voru Valsmenn sem hófu leikinn af krafti og höfðu undirtökin framan af leik, hálfeikstölur 9-6 fyrir Val.

Í seinni hálfleik komu FHingar tvíefldir tilbaka og náðu m.a. að jafna leikinn og komast yfir. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Valsmenn höfðu að lokum eins marks sigur 20-19.

Markaskorarar Vals í leiknum:

Anton Rúnarsson 5, Sveinn Aron Sveinsson 4, Orri Freyr Gíslason 3, Vignir Stefánsson 2, Josip Juric Grgic 2, Ýmir Örn Gíslason 1, Atli Már Báruson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Sturla Magnússon 1.

Markaskorar FH í leiknum:

Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Ágúst Birgisson 5, Ásbjörn Friðriksson 3, Einar Rafn Eiðsson 2, Arnar Freyr Ársælsson 1, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1, Jóhann Birgir Ingvarsson 1.

Valsmenn mæta sigurvegurunum úr leik Aftureldingar og Hauka í úrslitum á morgun, laugardag kl.16.00.