Fyrr í dag vann Valur Hauka 24-22 í æsispennandi leik í Laugardalshöll.

Valsmenn byrjuðu betur og komust meðal annars í 8-4 en Haukaliðið var sterkt síðari hluta fyrri hálfleiks og þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik var staðan 13-12.

Jafnt var á öllum tölum í síðari hálfeik, það var ekki fyrr en á seinustu 5 mínútum leiksins sem Valsmenn slitu sig frá Haukum, lokatölur 24-22.

Það verður því Valur sem spilar til úrslita á morgun, gegn annaðhvort Stjörnunni eða Gróttu. Leikurinn hefst kl.16 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á RÚV.

Við minnum á myllumerkið #Cocacolabikarinn á samfélagsmiðlum í tengslum við leiki helgarinnar.