Coca Cola bikarinn | Valsmenn leika til úrslita

Það voru Valsmenn sem voru fyrstir til að tryggja sér sér sæti í úrslitum Coca-Cola bikarsins með sannfærandi 11 marka sigri á Aftureldingu fyrr í kvöld.

Leikurinn var hraður og fjörugur strax frá fyrstu mínútu og augljóst að bæði lið voru klár í slaginn. Eftir því sem leið á hálfleikinn voru það þó Valsmenn sem náðu yfirhöndinni og leiddu með 2 mörkum í hálfleik, 13-11.

Í síðari hálfleik bættu Valsmenn í hraðan og náðu strax góðu forskoti sem Afturelding náði aldrei að brúa. Þegar flautað var til leiksloka var munurinn 11 mörk Val í hag.

Markaskorarar Vals:
Magnús Óli Magnússon 10, Finnur Ingi Stefánsson 7, Arnór Snær Óskarsson 3, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Tjörvi Týr Gíslason 1, Agnar Smári Jónsson 1, Tryggvi Garðar Jónsson 1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1, Tumi Steinn Rúnarsson 1, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1, Björgvin Páll Gústavsson 1.

Björgvin Páll Gústavsson varði 10 skot.

Markaskorar Aftureldingar:
Hamza Kablouti 5, Kristófer Máni Jónasson 4, Þrándur Gíslason Roth 3, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Blær Hinriksson 2, Þorsteinn Leó Gunnarsson 2, Guðmundur Bragi Ástþórsson 1, Einar Ingi Hrafnsson 1, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 1.

Andri Sigmarsson Scheving varði 8 skot og Brynjar Vignir Sigurjónsson varði 3.

Valsmenn leika til úrslita á morgun kl. 16.00 á sigurvegurum í síðari leiks kvöldins en þar mætast Fram og Stjarnan kl. 20.30 í beinni útsendingu á RÚV2.