Karlalið Vals vann í dag sinn níunda bikarmeistaratitil.

Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálfleik en Valsmönnum tókst þó að skora tvö seinustu mörkin og voru því með tveggja marka forystu í hálfleik, 10-12.

Í síðari hálfleik dró heldur í sundur með liðunum og náði Valur mest 5 marka forystu, Grótta kom þú sterk tilbaka og minnkaði muninn niður í tvö mörk. En allt kom fyrir ekki og lokin voru það Valsmenn sem fögnuðu sigri, 25-23.

Það eru því Valsmenn sem eru Coca Cola bikarmeistarar 2016.