Coca Cola bikarinn | Valsmenn Coca Cola bikarmeistarar karla 2021

Valsmenn tryggðu sér Coca-Cola bikarmeistaratitilinn 2021 með 5 marka sigri á Fram á Ásvöllum í dag.

Það voru Framarar sem hófu leikinn af miklum kraft og komust meðal annars í 6-0 áður en Valsmenn vöknuðum upp af værum blundi og jöfnuðu leikinn snarlega í 8-8. Jafnt var á með liðunum fram að hálfleik, 12-12 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Liðin skiptust á að skora í upphafi síðari hálfleiks en síðasta korterið var Valsmann sem komust fyrst þrem mörkum yfir 22-19 þann mun náðu Framarar aldrei að brúa. Lokatölur að Ásvöllum í dag 29-25 Val í hag.

Markaskorarar Vals:
Tumi Steinn Rúnarsson 7, Vignir Stefánsson 6, Magnús Óli Magnússon 4, Arnór Snær Óskarsson 4, Benedikt Gunnar Óskarsson 3, Finnur Ingi Stefánsson 3, Björgvin Páll Gústavsson 1 og Einar Þorsteinn Ólafsson 1 mark.

Björgvin Páll Gústavsson varði 19 skot.

Markaskorarar Fram:
Vilhelm Poulsen 9, Kristófer Dagur Sigurðsson 5, Stefan Darri Þórsson 4, Breki Dagsson 4, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 2 og Ólafur Jóhann Magnússon 1 mark.

Lárus Helgi Ólafsson varði 12 skot.

Björgvin Páll Gústavsson var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgi Coca Cola bikars karla.

Valsmenn eru því bæði Íslands- og bikarmeistarar í handknattleik karla 2021, sannarlega frábær árangur. Til hamingju Valur!