Valsmenn eru bikarmeistarar eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Aftureldingu.

Jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik en Afturelding hafði eins marks forskot að loknum fyrri hálfleik, 11-10.
Valsmenn komu virkilega ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu fljótlega yfirhöndinni en Mosfellingar komu sterkir tilbaka og náðu að jafna þegar um 10 mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru æsispennandi en í að lokum voru það Valsmenn sem tryggðu sér sigurinn, 26-22.
Við óskum Valsmönnum til hamingju, þeir eru Coca-Cola bikarmeistarar 2017.
Markaskorarar Vals:

Josip Juric Grgic 10, Anton Rúnarsson 6, Vignir Stefánsson 3, Ýmir Örn Gíslason 2, Sveinn Aron Sveinsson 2, Orri Freyr Gíslason 1, Sturla Magnússon 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1.
Markaskorarar Aftureldingu:

Árni Bragi Eyjólfsson 5,  Elvar Ásgeirsson 4, Jón Heiðar Gunnarsson 3, Guðni Már Kristinsson 3, Ernir Hrafn Arnarson 3, Mikk Pinnonen 2, Kristinn Hrannar Elísberg Bjarkason 1, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 1.