Formaður HSÍ Guðmundur B. Ólafsson og Magnús Viðar Heimisson vörumerkjastjóri markaðs- og sölusviðs Coca-Cola á Íslandi héldu vel utan um málin þegar dregið var í undanúrslit karla og kvenna í Coca-Cola bikarnum í dag.

Það er óhætt að segja að það séu frábærir leikir framundan.Undanúrslit kvenna fara fram fimmtudaginn 8. mars.

ÍBV – Fram kl. 17.15.

Haukar – KA/Þór kl. 19.30.

 

Úrslitaleikurinn fer fram laugardaginn 10. mars kl. 13.30.

 

Undanúrslit karla fara fram föstudaginn 9. mars.

Haukar – ÍBV kl. 17.15

Selfoss – Fram kl. 19.30.

Úrslitaleikurinn fer fram laugardaginn 10. mars kl.16.00.

 

Miðasala fer af stað í hádeginu á morgun á
Tix.is.