Lokahelgi Coca-cola bikarsins hefst í kvöld með undanúrslitaleikjum kvenna. 

Fyrri leikurinn hefst kl.17.15, þar mætast Fylkir og Stjarnan og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á RÚV. 

Í seinni leik kvöldsins mætast Haukar og Grótta kl.19.30, sá leikur sýndur í beinni útsendingu á RÚV2.

Undanúrslit karla fara fram annað kvöld og á laugardag fara svo sjálfir úrslitaleikirnir fram.

Við minnum á myllumerkið #Cocacolabikarinn á samfélagsmiðlum í tengslum við leiki helgarinnar.