Þór Akureyri er bikarmeistari í 4.ka. yngri eftir sigur á móti KA í maraþon leik á Akureyri í dag.

Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirra seinustu og í lok venjulegs leiktíma var staðan 20-20 og því þurfti að framlengja. Að lokinni framlengingu var enn jafnt, 25-25 og því var gripið til vítakeppni. Þar réðust úrslitin loks í bráðabana, lokatölur 29-28 fyrir Þór Akureyri.

Tómas Gunnarsson markvörður Þórs var valinn maður leiksins hann hann varði meistaralega á löngum köflum.

Markaskorarar Þórs:

Aron Hólm Kristjánsson 7, Auðunn Ingi Valtýsson 5, Sigurður Bergmann Sigmarsson 5, Daníel Orri Bjarkason 4, Hákon Ingi Halldórsson 2, Jón Ólafur Þorsteinsson 2.

Markaskorarar KA:

Arnór Ísak Haddsson 12, Ragnar Hólm Sigurbjörnsson 6, Óli Einarsson 5, Fannar Már Jónsson 1, Þorvaldur Daði Jónsson 1.