Stjarnan vann Selfoss í skemmtilegum leik í Laugardalshöll í dag.

Það voru Stjörnustúlkur sem byrjuðu betur í dag og komust í 4-0 áður en Selfoss náði að svara fyrir sig. Eftir það var fyrri hálfleikurinn jafn á flestum tölum þar til Stjörnuliðið skoraði 4 seinustu mörk hálfleiksins og leiddu í hálfleik 15-10.

Selfoss gekk illa að minnka þann mun og náðu ekki að jafna leikinn í síðari hálfleik, lokatölur 27-23.

Markaskorar Stjörnunnar:

Helena Rut ÖRvarsdóttir 8, Rakel Dögg Bragadóttir 5, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3, Aðalheiður Hreinsdóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested 2, Nataly Sæunn Valencia 2, Elena Elísabet Birgisdóttir 2, Brynhildur Kjartansdóttir 1, Þorgerður Anna Atladóttir 1, Stefanía Theodórsdóttir 1.

Markaskorarar Selfoss:

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 12, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Dijana Radojevic 3, Anna Kristín Einarsdóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Carmen Palamariu 1.

Stjarnan leikur til úrslita í Coca-Cola bikarnum á laugardaginn kl.13.30. Mótherjar Stjörnunnar verða annað hvort Fram eða Haukar.