Stjarnan vann góðan sigur á Fylki eftir hraðan og skemmtilegan leik í Laugardalshöll í dag.

Stjarnan byggði upp ágætis forskot í fyrri hálfleik og var með þriggja marka forskot þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 13-10.

Fylkisliðið byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og náði að jafna 14-14 og var leikurinn í járnum næstum mínútur. Eftir það náði Stjarnan aftur yfirhöndinni og vann að lokum fimm marka sigur, 26-21.

Það verður því lið Stjörnunnar sem spilar til úrslita á laugardaginn, gegn annaðhvort Haukum eða Gróttu.