Stjarnan er Coca-Cola bikarmeistari kvenna eftir kaflaskiptan en bráðfjörugan leik gegn Fram í dag.

Frábær byrjun Stjörnunnar skilaði þeim 7 marka forystu eftir aðeins 11 mínútna leik en Fram náði þó að minnka muninn áður en liðin gengu til búningsherbergja, staðan í hálfleik 13-9.

Leikurinn jafnaðist en frekar í síðari hálfleik og þegar innan við 10 mínútur voru eftir jafnaði Fram leikinn. En á lokasprettinum var það Stjörnuliðið sem var sterkari, lokatölur 19-18.

Markaskorarar Stjörnunnar:

Helena Rut Örvarsdóttir 6, Rakel Dögg Bragadóttir 5, Sólveig Lára Kjærnested 4, Hanna G. Stefánsdóttir 3, Elena Birgisdóttir 1. 

Markaskorarar Fram:

Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Steinunn Björnsdóttir 4, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 1, Rebekka Rut Skúladóttir 1, Marthe Sördal 1.

Við óskum Stjörnunni til hamingju!