Fyrr í dag vann Stjarnan Gróttu í bikarúrslitum kvenna.

Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik en Stjarnan náði þó góðum sprett undir lok hálfleiksins og leiddi 10-7 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Grótta gerði nokkur áhlaup í síðari hálfleik en náði aldrei að jafna og að lokum vann Stjarnan góðan sigur 20-16.

Það er því kvennalið Stjörnunnar sem er Coca-cola bikarmeistari kvenna árið 2016.