Selfoss varð í dag bikarmeistarar 4.flokks karla yngri þegar liðið sigraði FH 35-30 í úrslitaleik í Laugardalshöll.

Staðan í hálfleik var 17-17.

Mikil spenna var í leiknum en Selfoss var sterkari aðilinn í seinni hálfleik.

Maður leiksins var valinn Haukur Þrastarson leikmaður Selfoss en hann skoraði 21 mark í leiknum og átti sannkallaðan stórleik.