4. flokkur karla yngri var næstur á dagskrá og þar var ekkert gefið eftir. Gríðarlega efnilegir strákar sem sýndu listir sínar. Jafnræði var með liðunum nær allan leikin eða þar til Selfyssingar tóku frumkvæðið á síðustu 5 mínútunum.

Lokatölur 22-26 og Selfoss bikarmeistarar. 

Grímur Jakobsson, Gróttu, skoraði 13 mörk og var valinn maður leiksins.

Markahæstir hjá Selfossi voru Reynir Freyr Sveinsson og Elvar Hallgrímsson með 7 mörk hvor.

Við óskum Selfoss hjartanlega til hamingju með bikartitilinn.