Nýir og stórglæsilegir bikarar verða teknir í notkun í dag þegar Coca Cola bikarmeistarar kvenna og karla verða krýndir í Laugardalshöll að loknum úrslitaleikjum KA/Þórs og Fram í kvennaflokki og ÍBV og Stjörnunnar í karlaflokki.


Coca-Cola European Partners, samstarfsaðili Handknattleikssambands Íslands vegna Coca Cola bikarkeppninnar, gefur bikarana glæsilegu en um er að ræða farandbikara.

Í fyrsta sinn í sögu keppninnar eru bikararnir jafnstórir fyrir bæði kyn og fullkomlega eins likt og sjá má meðfylgjandi mynd. Nú er bara spurningin hvaða lið verða fyrst til þess að taka móti hinum nýju og glæsilegu bikurum.

Úrslitaleikur Fram og KA/Þórs hefst klukkan 13.30 í Laugardalshöll en viðureign ÍBV og Stjörnunnar klukkan 16.#
cocacolabikarinn

 


#
handbolti