Coca Cola bikarinn | KA/Þór í úrslit Coca Cola bikarsins

KA/Þór leikur til úrslita við Fram í Coca-Cola bikar kvenna eftir sigur á FH í undanúrslitum fyrr í kvöld.

Norðankonur höfðu tögl og haldir allt frá fyrstu mínútu leiksins og byggðu upp gott forskot strax í fyrri hálfleik, staðan 20-7 eftir 30 mínútna leik.

FH liðið átta góða spretti í síðari hálfleik en Akureyringar unnu þó sannfærandi sigur að lokum, 33-16.

Markaskorarar KA/Þórs:
Martha Hermannsdóttir 7, Rakel Sara Elvarsdóttir 6, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 3, Sofie Soberg Larsen 2, Telma Lísa Elmarsdóttir 2, Kristín A. Jóhannsdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 2 og Rut Jónsdóttir 1.

Matea Lonac og Sunna Guðrún Pétursdóttir vörðu 7 skot í leiknum

Markaskorar FH:
Emma Havin Sardarsdóttir 4, Emilía Ósk Steinarsdóttir 4, Hildur Guðjónsdóttir 2, Arndís Sara Þórsdóttir 2, Emile Vagnes Jakobsen 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1, Hulda Alexandersdóttir 1 og Ivana Meincke 1.

Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir varði 8 skot, þar af 1 víti.

Það verða því Fram og KA/Þór sem leika til úrslita í Coca-Cola bikar kvenna 2021. Úrslitaleikurinn fer fram á Ásvöllum á laugardag kl. 13.30, við hvetjum alla til að mæta á staðinn og hvetja sitt lið en leikurinn verður einnig sýndur í beinni útsendingu á RÚV.