Stjarnan og ÍBV eigast við í úrslitaleik Coca Cola bikars karla í handknattleik  í Laugardalshöll á laugardaginn klukkan 16. Þessi staðreynd lá fyrir í kvöld eftir að ÍBV vann Hauka, 27:26, í hörkuleik í undanúrslitum og Stjarnan vann Aftureldingu,  í síðari undanúrslitaleik kvöldsins, 22:21.

ÍBV var þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11, gegn Haukum en engu að síður var síðari hálfleikur lengst af jafn.

Afturelding var yfir gegn Stjörnunni að undanskildum síðustu sex mínútunum en Stjörnumenn komust yfir í fyrsta sinn, 21:20, þegar fimm og hálf mínúta var til leiksloka.

ÍBV leikur á laugardaginn  í úrslitum Coca Cola bikarsins í fjórða sinn en liðið hefur þrisvar sinnum unnið keppnina, síðast fyrir tveimur árum.

Stjarnan á lið í úrslitum í níunda sinn í karlaflokki á laugardaginn. Síðast var Stjarnan í úrslitum fyrir sjö árum en tapaði þá fyrir ÍR. Stjarnan varð bikarmeistari síðar fyrir 13 árum.

Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 9, Hákon Daði Styrmisson 6/3, Kristján Örn Kristjánsson 5, Elliði Snær Viðarsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 2, Sigurbergur Sveinsson 2, Dagur Arnarsson 1.

Varin skot: Björn Viðar Björnsson 8/1 (þar af 1 til mótherja). Petar Jokanovic 4 (þaraf 1 til mótherja).

Mörk Hauka: Brynjólfur Snær Brynjólfsson 8/5, Vignir Svavarsson 5, Adam Haukur Baumruk 4, Einar Pétur Pétursson 3, Heimir Óli Heimisson 3, Atli Már Báruson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 1.

Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson 13 (þaraf 5 til mótherja).

Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson.

Mörk Aftureldingar: Guðmundur Árni Ólafsson 7/4, Einar Ingi Hrafnsson 3, Gunnar Kristinn Þórsson 3, Birkir Benediktsson 3, Sveinn Jose Rivera 2, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 2, Júlíus Þórir Stefánsson 1.

Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 12 (þaraf 3 til mótherja).

Mörk Stjörnunnar: Tandri Már Konráðsson 6, Léo Snær Pétursson 5/3, Andri Már Rúnarsson 4, Ólafur Bjarki Ragnarsson 3, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 2, Andri Þór Helgason 1, Ragnar Snær Njálsson 1.

Varin skot: Brynjar Darri Baldursson 15/1 (þaraf 6/1 til mótherja).

Heimir Örn Árnason og Magnús Kári Jónsson dæmdu leikinn.

#cocacolabikarinn #handbolti