HK varð í dag bikarmeistarar 4.fl kv E eftir sigur á Fram 21-20 í æsispennandi framlengdum leik.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 18-18 en Fram var yfir í hálfleik 11-10.

Jafnt var á flestum tölum í leiknum en að lokum hafði HK sigur.

Birta Rún Grétarsdóttir leikmaður HK var valin maður leiksins en hún skoraði 9 mörk í leiknum.