Haukar og HK mættust í hörkuleik í 4. flokki kvenna yngri í Coca-Cola bikarnum nú rétt í þessu. Frábær tilþrif hjá þessum efnilegu stelpum. 
Staðan var 11-9 í hálfleik Haukum í vil. Það voru hins vegar HK sem komu virkilega ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og enduðu uppi sem sigurvegarar, 15-20.

Tanja Glóey Þarstardóttir, markvörður HK, varði 17 skot og var valin maður leiksins.

Markahæst hjá HK var Margrét Guðmundsdóttir með 5 mörk.

Hjá Haukum var það Emilía Ósk Steinarsdóttir með 8 mörk.

 
Við óskum HK hjartanlega til hamingju með bikartitilinn.