Í 4. flokki kvenna eldri mættust HK og Valur í skemmtilegum leik. Liðin skiptust á að leiða í fyrri hálfleik en í þeim seinni voru HK stelpur með frumkvæðið í annars jöfnum leik og tryggðu sér titilinn með frábærum lokakafla,
 26-21.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var valin maður leiksins en hún var einnig markahæst í liði HK með 9 mörk.

Ásdís Þóra Ágústsdóttir var markahæst hjá Val með 8 mörk.

Við óskum HK hjartanlega til hamingju með bikartitilinn.