Haukar hrósuðu sigri í Coca Cola bikarnum í 4. flokki karla, eldra ári, eftir hörkuleik við ÍR-inga í úrslitum í Laugardalshöll í dag, lokatölur 27:24. Haukar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12.

Haukar voru sterkara liðið í fyrri hálfleik, ekki síst framan af þegar skrekkur virtist vera í flestum leikmönnum ÍR. Hinsvegar snerust hlutverkina nokkuð við í síðari hálfleik. Eftir að hafa fengið á sig fyrsta mark síðari hálfleik og lent sex mörkum undir, blésu leikmenn ÍR í herlúðra sína og sóttu fram að krafti, jafnt í vörn sem sókn. Jafnt og þétt söxuðu leikmenn ÍR niður forskot Hauka. Þegar 15 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik munaði aðeins einu marki á liðunum, 21:20. Haukar náðu þriggja marka forskoti í framhaldinu, 24:21, en ÍR-ingar voru ekki af baki dottnir og náðu aftur að minnka muninn í eitt mark, 25:24. 

Elías Óli Hilmisson varði þá skot frá ÍR-ingum þegar hálf önnur mínúta var eftir af leiktímanum. Atli Steinn Arnarson kom Haukum í 26:24 þegar 45 sekúndur lifðu af leiktímanum. Aftur varði Elías Óli í marki Hauka. Það var síðan Andri Fannar Elísson sem innsiglaði sigur Hauka, 27:24.  Stórskemmtilegum leik var lokið með sigri Hauka en bæði lið eiga þakkir skildar fyrir leikinn þar sem allir leikmenn lögðu sig fullkomlega fram.

Egill Skorri Vigfússon, leikmaður ÍR, fór hamförum í leiknum og skoraði 17 mörk. Hann var valinn besti maður leiksins.

Mörk Hauka: Atli Steinn Arnarson 8, Össur Haraldsson 7, Andri Fannar Elísson 4, Gísli Rúnar Jóhannsson 4/2, Ásgeir Bragi Þórðarson 2, Birkir Snær Steinsson 2.

Varin skot: Elías Ómar Hilmarsson 10.

Mörk ÍR: Egill Skorri Vigfússon 17, Theodór Sigurðarson 4, Andri Freyr Ármannsson 2, Skúli Björn Ásgeirsson 1.

Varin skot: Lúkas Ísfeld Kolbrúnarson 5.Coca Cola bikarmeistarar Hauka í 4.flokki eldra ár 2020.

Efri röð f.v.: Daníel Ísak Gústafsson, Ásgeir Bragi Þórðarson, Hilmir Helgason, Halldór Helgason, Birkir Snær Steinsson, Yngvi Þór Guðfinnsson, Alexander Máni Snorrason, Gísli Rúnar Jóhannsson, Jóhann Ingi Guðmundsson, Herbert Ingi Sigfússon.

Fremri röð f.v: Össur Haraldsson, Elías Óli Hilmarsson, Atli Steinn Arnarson, Hrafn Steinar Sigurðsson, Andri Fannar Elísson.

#cocacolabikarinn #handbolti 

View this post on Instagram

Haukar eru Coca Cola meistarar 4. flokks karla eldri Haukar hrósuðu sigri í Coca Cola bikarnum í 4. flokki karla, eldra ári, eftir hörkuleik við ÍR-inga í úrslitum í Laugardalshöll í dag, lokatölur 27:24. Haukar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12. Haukar voru sterkara liðið í fyrri hálfleik, ekki síst framan af þegar skrekkur virtist vera í flestum leikmönnum ÍR. Hinsvegar snerust hlutverkina nokkuð við í síðari hálfleik. Eftir að hafa fengið á sig fyrsta mark síðari hálfleik og lent sex mörkum undir, blésu leikmenn ÍR í herlúðra sína og sóttu fram að krafti, jafnt í vörn sem sókn. Jafnt og þétt söxuðu leikmenn ÍR niður forskot Hauka. Þegar 15 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik munaði aðeins einu marki á liðunum, 21:20. Haukar náðu þriggja marka forskoti í framhaldinu, 24:21, en ÍR-ingar voru ekki af baki dottnir og náðu aftur að minnka muninn í eitt mark, 25:24. Elías Óli Hilmisson varði þá skot frá ÍR-ingum þegar hálf önnur mínúta var eftir af leiktímanum. Atli Steinn Arnarson kom Haukum í 26:24 þegar 45 sekúndur lifðu af leiktímanum. Aftur varði Elías Óli í marki Hauka. Það var síðan Andri Fannar Elísson sem innsiglaði sigur Hauka, 27:24. Stórskemmtilegum leik var lokið með sigri Hauka en bæði lið eiga þakkir skildar fyrir leikinn þar sem allir leikmenn lögðu sig fullkomlega fram. Egill Skorri Vigfússon, leikmaður ÍR, fór hamförum í leiknum og skoraði 17 mörk. Hann var valinn besti maður leiksins. Mörk Hauka: Atli Steinn Arnarson 8, Össur Haraldsson 7, Andri Fannar Elísson 4, Gísli Rúnar Jóhannsson 4/2, Ásgeir Bragi Þórðarson 2, Birkir Snær Steinsson 2. Varin skot: Elías Ómar Hilmarsson 10. Mörk ÍR: Egill Skorri Vigfússon 17, Theodór Sigurðarson 4, Andri Freyr Ármannsson 2, Skúli Björn Ásgeirsson 1. Varin skot: Lúkas Ísfeld Kolbrúnarson 5. Coca Cola bikarmeistarar Hauka í 4.flokki eldra ár 2020. Nánar á www.hsi.is #handbolti #cocacolabikarinn

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on