Nú í kvöld mættust Stjarnan og Grótta í seinni undanúrslita leik Coca Cola bikars karla.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og jafnt á flestum tölum, staðan í hálfleik 13-13.

Seinni hálfleikur byrjaði á sömu nótum en eftir því sem leið á dró í sundur með liðunum, Grótta náði 4 marka forystu þegar 15 mínútur voru eftir, þá forystu lét Grótta aldrei af hendi og landaði góðum sigri, 25-28.

Það verður því Grótta sem spilar til úrslita á morgun gegn Val kl.16.00 og að sjálfsögðu verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV.