Fylkir varð rétt í þessu bikarmeistari í 4.fl.kv yngri eftir sigur á ÍBV í spennandi og skemmtilegum úrslitaleik.

Fylkir hafði yfirhöndina mest allan leikinn en ÍBV var skammt undan og gerði harða atlögu að Fylki á lokamínútunum. En að lokum var það Fylkir sem sigraði 22-18, hálfleikstölur voru 10-9.

Maður leiksins var valinn Elín Rósa Magnúsdóttir úr Fylki.

Markaskorarar Fylkis:

Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Selma Rósa Jónsdóttir 6, Katrín Tinna Jensdóttir 5, Hanna Karen Ólafsdóttir 4, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1.

Markaskorarar ÍBV:

Harpa Valey Gylfadóttir 7, Mía Rán Guðmundsdóttir 5, Linda Björk Brynjarsdóttir 4, Hekla Sól Jóhannsdóttir 1, Telma Aðalsteinsdóttir 1.