Fylkir er bikarmeistari í 4.kv. eldri eftir sigur á móti Fram.

Fylkir náði hafði undirtökun nánast allan leikinn og þrátt fyrir að Fram hafi jafnað seint í fyrri hálfleik þá gaf Fylkisliðið ekkert eftir og náði aftur góðu forskoti. Að lokum var það Fylkir sem vann sanngjarnan sigur 21-16.

Alexandra Gunnarsdóttir var valin maður leiksins en hún varði 22 skot í marki Fylkis.

Markaskorarar Fylkis:

María Ósk Jónsdóttir 8, Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Selma María Jónsdóttir 4, Elín Arna Tryggvadóttir 2, Thelma Lind Victorsdóttir 1.

Markaskorarar Fram:

Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 5, Telma Sól Bogadóttir 4, María Ellen Birgisdóttir 3, Harpa Elín Haraldsdóttir 2, Ragnheiður Ásmundsdóttir 1, Sæunn Nanna Ægisdóttir 1.