Fram er komið í bikarúrslit í Coca-Cola bikar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni í kvöld.

Það var Stjarnan sem byrjuði betur í kvöld og komst í 3-1 en þá lokuðu Framkonur vörninni og náðu í framhaldinu 10-1 kafla. Fram hafði örugga forystu þegar liðin gengu til búningsklefa, 15-7.

Framan af síðari hálfleik hélst þessi munur á liðunum og það var ekki fyrr en síðustu 10 mínúturnar að Fram bætti aðeins í forskotið og vann að lokum 11 marka sigur, 31-20.

Það verður því Fram sem leikur við Val í úrslitum Coca-Cola bikars kvenna á laugardaginn.

Markaskorarar Fram í leiknum:

Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Steinunn Björnsdóttir 6, Karen Knútsdóttir 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Elva Þóra Arnardóttir 1, Berglind Benediktsdóttir 1, Unnur Ómarsdóttir 1.

Markaskorarar Stjörnunnar í leiknum:

Þórhildur Gunnarsdóttir 5, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Rakel Dögg Bragadóttir 4, Stefanía Theodórsdóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2, Kristín GUðmundsdóttir 1, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1.