Fram vann Hauka með 7 marka mun í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í kvöld.

Fram náði forystu snemma í leiknum í hélt henni fram að hálfleik, staðan 9-12 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Í kaflaskipum síðar hálfleik náði Fram 7 marka forystu sem Haukar minnkuðu í 2 mörk þegar innan við 10 mínútur voru til leiksloka. En þá vöknuðu Framstúlkur á nýjan leik og gáfu allt í botn. Að lokum var það Fram sem vann 7 marka sigur, 21-28.

Markaskorar Hauka í leiknum:

Ramune Pekarskyte 10, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Karen Helga Díönudóttir 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Maria Ines Da Silva 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 1.

Markaskorar Fram í leiknum:

Hildur Þorgeirsdóttir 7, Ragnheiður Júlíusdóttir 4, Hafdís Shizuka Iura 4, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Steinunn Björnsdóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Elva Þóra Arnardóttir 1, Marthe Sördal 1.

Fram mætir Stjörnunni í úrslitum Coca-Cola bikars kvenna á laugardaginn kl.13.30.