Coca Cola bikarinn | Fram leikur til úrslita gegn Valsmönnum

Það verða Fram og Valur sem leika um Coca-Cola bikar karla á morgun en fyrr í kvöld vann Fram vann þriggja marka sigur á Stjörnunni.

Frá byrjun var leikurinn í járnum þar sem liðin skiptust á að hafa forystu í bráðskemmtilegum leik. Jafnt var á með liðunum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 14-14.

Framarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og náðu frumkvæðinu. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi gert harða atlögu að Fram á lokamínútunum þá kom allt fyrir ekki og Framara unnu að lokum þriggja marka sigur, 28-25.

Markaskorarar Fram:
Vilhelm Poulsen 12, Þorvaldur Tryggvason 3, Kristinn Hrannar Bjarkason 2, Breki Dagsson 2, Kristófer Dagur Sigurðsson 2, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 2, Stefán Darri Þórsson 1, Rógvi Dal Christiansen 1, Kristófer Andri Daðason 1, Arnar Snær Magnússon 1, Ólafur Jóhann Magnússon 1.

Lárus Helgi Ólafsson varði 17 skot í marki Fram.

Markaskorarar Stjörnunnar:
Leó Snær Pétursson 5, Dagur Gautason 5, Hafþór Vignisson 4, Björgvin Þór Hólmgeirsson 3, Tandri Már Konráðsson 3, Starri Friðriksson 3, Þórður Tandri Ágústsson 1, Gunnar Steinn Jónsson 1.

Adam Thorstensen varði 9 skot í marki Stjörnunnar og Arnór Freyr Stefánsson varði 2.

Úrslitaleikur Coca-cola bikars karla fer fram á morgun kl. 16.00 að Ásvöllum í Hafnarfirði, leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á RÚV en við hvetjum fólk til að mæta á svæðið og hvetja sitt lið.