Coca Cola bikarinn | Fram í úrslit Coca Cola bikarsins

Framstúlkur leika til úrslita í Coca Cola bikarnum á laugardag eftir sigur í undanúrslitum gegn Val í kvöld.

Jafnt var á með liðunum framan af leik en góður kafli Framstúlkna undir lok fyrri hálfleiks gerði það að verkum að þær leiddu með 2 mörkum þegar flautað var til hálfleik, 12-10 í hálfleik fyrir Fram.

Fram liðið bætti í forustuna í síðari hálfleik og það var ekki fyrr en á lokamínútunum sem Valur náði að minnka muninn niður í eitt mark. En allt kom fyrir ekki og að lokum hafði Fram þriggja marka sigur, 22-19.

Markaskorarar Fram:
Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Karen Knútsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 4, Stella Sigurðardóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Harpa María Friðgeirsdóttir 1 og Emma Olsson 1 mark.

Hafdís Renötudóttir varðdi 16 skot.

Markaskorar Vals:
Thea Imani Sturludóttir 8, Lovísa Thompson 4, Mariam Eradze 2, Ragnheiður Edda Þórðardóttir 1, Íris Ásta Pétursdóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1 og Hildigunnur Einarsdóttir 1 mark.

Saga Sif Gísladóttir varði 9 skot og Sara Sif Helgadóttir 5 skot.

Seinni undanúrslita viðureign kvöldsins hefst kl. 20:30 en þar eigast við KA/Þór og FH og er leikurinn í beinni útsendingu á RÚV 2.

Úrslitaleikur Coca Cola bikars kvenna svo fer fram á laugardaginn kl. 13:30.