Framkonur tryggðu sér sæti í úrslitum Coca-Cola bikarsins með þriggja marka sigri á ÍBV í fyrri undanúrslitaleik dagsins.

Jafnt var á með liðunum framan af fyrri hálfleik en seinustu 10 mínúturnar voru eign Fram sem skilaði þeim 6 marka forystu þegar flautað var til hálfleiks, staðan 17-11.

ÍBV sótti í sig veðrið í upphafi síðari hálfleiks og minnkaði muninn í 2 mörk þegar 10 mínútur voru eftir. En Fram var sterkara á lokasprettinum og landaði þriggja marka sigri, 29-26.

Markaskorarar Fram:

Sigurbjörg Jóhannsdóttir 7, Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Karen Knútsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1.

Guðrún Ósk Maríasdóttir varði 17 skot.

Markaskorarar ÍBV:

Sandra Erlingsdóttir 8, Ester Óskarsdóttir 6, Greta Kavaliauskaite 5, Karólína Bæhrenz 4, Asun Batista 3.

Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 7 skot og Erla Rós Sigmarsdóttir varði 2.

Fram leikur til úrslita á laugardaginn kl. 13.30 gegn annaðhvort Haukum eða KA/Þór.