Fram er bikarmeistari í 3.kv. eftir sigur á móti HK í kaflaskiptum leik.

HK liðið byrjaði betur og hafði forystu nánast allan leikinn en á síðustu 10 mínútunum náði Fram loks yfirhöndinni og það nægði til sigurs í dag, lokatölur 26-22 Fram í hag.

Lena Margrét Valdimarsdóttir var valin maður leiksins en hún skoraði 11 mörk fyrir Fram í dag.

Markaskorarar Fram:

Lena Margrét Valdimarsdóttir 11, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 5, Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir 3, Svala Júlía Gunnarsdóttir 3, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir 1.

Markaskorarar HK:

Elva Arinbjarnar 5, Tinna Sól Björgvinsdóttir 3, Birta Rún Grétarsdóttir 3, Berglind Þorsteinsdóttir 2, Azra Cosic 2, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 2, Ágústa Huld Gunnarsdóttir 2, Indíana Líf Bergsteinsdóttir 2, Ada Kozicka 1.