Fram vann eins marks sigur á Selfoss í úrslitaleik 3.fl. kvenna seinnipartinn í dag.

Liðin skiptust á að hafa forystu fram eftir leiknum en þegar skammt var til leiksloka komst Fram tveimur mörkum yfir sem nægði þeim til að klára leikinn.

Lokatölur 20-19 og því Framstúlkur Coca-Cola bikarmeistarar í 3.fl.kv.

Katrín Ósk Magnúsdóttir markvörður Selfoss var valin maður leiksins en hún varði 21 skot í leiknum.