Fram er bikarmeistari í 2.ka. eftir sigur á móti Val í bráðskemmtilegum leik.

Jafnt var á með liðunum til að byrja með en þegar leið á síðari hálfleik byggði Framliðið upp gott forskot. Valsmenn komu tilbaka á lokamínútunum en það nægði ekki og Fram landaði 3 marka sigri, 25-22.

Lúðvík Thorberg Arnkelsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 4 mörk fyrir Fram í dag.Markaskorarar Fram:
Ragnar Kjartansson 7, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 4, Þorgeir Bjarki Davíðsson 4, Davíð Reynisson 4, Svanur Páll Vilhjálmsson 2, Róbert Árni Guðmundsson 2,  Guðjón Andri Jónsson 1, Andri Dagur Ófeigsson 1.


Markaskorarar Vals:
Ýmir Gíslason 5, Arnór Snær Óskarsson 3, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3, Jökull Sigurðarson 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 2, Markús Björnsson 2, Egill Magnússon 1, Guðmundur Sigurðsson 1, Tumi Steinn Rúnarsson 1.