Það var ljóst frá byrjun að Safamýrarstúlkur ætluðu að selja sig dýrt í úrslitaleik 3. flokks kvenna í Coca-Cola bikarnum. Þær byrjuðu af krafti og litu aldrei um öxl þrátt fyrir hetjulega baráttu Eyjastúlkna.

Lokatölur 25 -20 og Framstúlkur bikarmeistarar.

Erna Guðlaug Gunnarsdóttir var valin maður leiksins. Hún skoraði 3 mörk og var lykilleikmaður í vörn og sókn hjá Safamýrarliðinu.

Markahæst hjá Fram var Lena Margrét Valdimarsdóttir með 6 mörk.

Markahæst hjá ÍBV var Ásta Björt Júlíusdóttir með 7.

Við óskum Fram hjartanlega til hamingju með bikartitilinn.