Vegna forfalla þarf að skipta um dómarapar á úrslitaleik kvenna.

Það verða þeir Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson sem dæma leikinn í ár, en þeir eru þrautreyndir þegar kemur að dómgæslu og hafa m.a. dæmt þrjá bikarúrslitaleiki á seinustu 6 árum.