Fjölnir varð í dag bikarmeistarar 4.flokks karla eldri þegar liðið sigraði KA 27-21 í úrslitaleik í Laugardalshöll.

Staðan í hálfleik var 14-9.

Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik en Fjölnisliðið náði 5 marka forystu skömmu áður en flautað var til leikhlés. Þá forystu varði Fjölnisliðið í síðari hálfleik þrátt fyrir hetjulega baráttu KA liðsins, lokatölur 27-21.

Maður leiksins var valinn Jón Bald Freysson úr Fjölni en hann skoraði 7 mörk og átti stórleik bæði í vörn og sókn.