Það var gríðarlega stemmning á pöllunum þegar Haukar og ÍBV mættust í fyrri undanúrslitaleik Coca-Cola bikarsins í kvöld.

Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik eftir að Eyjamenn hófu leikinn af krafti komust Haukar jafnt og þétt inn í leikinn og leiddu 13-11 inn í hlé eftir dramatískan fyrri hálfleik þar sem mistök, frábær tilþrif og ástríða réði ríkjum.

Í seinni hálfleik mættu Hafnfirðingar gríðarlega ákveðnir til leiks og náðu þriggja marka forystu eftir 11 mínútna leik, 19-16. Eyjamenn neituðu þó að gefast og jöfnuðu leikinn 20-20 þegar að 12 mínútur lifðu leiks, allt í járnum.

Spennan var algjörlega mögnuð og stuðningurinn pöllunum eftir því. Eyjamenn náðu þriggja marka forystu þegar að 9 mínútur voru eftir þar sem Aron Rafn Eðvarðsson hreinlega lokaði markinu á löngum kafla og það var ekki fyrr en að sex og hálf mínúta var eftir að Haukamenn náðu að brjóta múr Arons á bak aftur, 21-25.

Lokamínúturnar voru Eyjamanna og þeir sigldu sigrinum heim 25-27 og tryggðu sér þar með inn í sjálfan úrslitaleikinn sem fram fer á morgun, laugardag, kl. 16.00.

Miðasala á
tix.

 

Tölfræði frá HB Statz:

Skotnýting: Haukar 56,8%  ÍBV 56,3%.

Hraðaupphlaupsmörk: Haukar 5  ÍBV 5

Lögleg varnarstopp: Haukar 16  ÍBV 25

Brottvísanir: Haukar 6  ÍBV 6

Varin skot í vörn: Haukar 2  ÍBV 3

 

Markaskorar Hauka:

Hákon Daði Styrmisson 5, Daníel Ingason 5, Adam Haukur Baumruk 4, Atli Már Báruson 4, Heimir Óli Heimisson 2, Halldór Ingi Jónasson 2, Leonharð Harðarson 2, Jón Þorbjörn Jóhannsson 1.

Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot. 37,1% markvarsla.

 

Markaskorar ÍBV:

Theodór Sigurbjörnsson 8, Róber Aron Hostert 5, Grétar Þór Eyþórsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 3, Agnar Smári Jónsson 3, Sigurbergur Sveinsson 2, Friðrik Hólm Jónsson 1, Andri Heimir Friðriksson 1.

Aron Rafn Eiðsson varði 11 skot. 31,4% markvarsla.