Coca Cola bikarinn | Dregið í 8-liða úrslit

Rétt í þessu lauk drætti í 8-liða úrslit Coca Cola bikars karla og kvenna og drógust eftirfarandi lið saman:

Coca-Cola bikar karla:
Valur/HK – Vængir Júpíters/Víkingur
Stjarnan/KA – Grótta/Haukar
Hörður/FH – Þór
ÍR/Selfoss – Kórdrengir/ÍBV

Coca-Coca bikar kvenna:
Valur – Selfoss/Haukar
ÍR/Grótta – Víkingur/Fram
Fjölnir-Fylkir/ÍBV – FH/Stjarnan
KA/Þór – Afturelding/HK

Leikir í 16-liða úrslitum fara fram frá 15. – 17. febrúar og 8-liða úrslitin sem dregið var í rétt í þessu verða leikin 19. – 20. febrúar.

Úrslitahelgi Coca Cola bikarsins fer fram á Ásvöllum dagana 9. – 13. mars nk.