Í dag var dregið á skrifstofu HSÍ í 1. umferð Coca Cola bikarsins og munu leikirnir fara fram fimmtudaginn 3. október nk.Þau lið sem drógust saman í dag eru eftirfarandi:
Hörður – Þór Ak.

ÍBV 2 – Grótta

Valur 2 – Afturelding

Víkingur – ÍR

Í pottinum voru einnig Fjölnir, Fram, HK, ÍBV, Mílan, KA, Stjarnan og Þróttur og sitja þau hjá í 1.umferð ásamt Selfoss, FH, Haukum og Val.
Dregið verður í 16 liða úrslit karla og kvenna miðvikudaginn 16. október í Smárabíó kl.12.15.