Coca Cola bikarinn | Dregið á morgun í 32 liða úrslit

Á morgun, miðvikudag, verður dregið í 32 liða úrslit Coca Cola bikars karla. Dregið verður á skrifstofu HSÍ og verður drættinu streymt inn á forsíðu hsi.is og hefst útsendingin kl. 11:00.

Vegna sóttvarna verða engir gestir frá félögum eða fjölmiðlum á skrifstofu HSÍ á meðan á drætti stendur.

Liðin sem skráð eru til leiks í Coca Cola bikar karla eru:

Afturelding, FH, Fjölnir, Fram, Grótta, Haukar, HK, Hörður, ÍBV, ÍBV 2, ÍR, KA, Kórdengir, Selfoss, Stjarnan, Valur, Víkingur, Vængir Júpíters og Þór Ak.

Leiknar verða 3 viðureignir.

Liðin sem sitja hjá í 32 liða úrslitum eru: Valur, Haukar, FH, Selfoss ásamt 9 síðustu liðinum úr pottinum

32 liða úrslitin verða leikin 12.-13. desember.